Þjónusta

Innréttingaverkstæðið

Kappar eru með eitt stærsta innréttingaverkstæði landsins sem búið er fullkomnustu tækjum sinnar tegundar á Íslandi og getum við hannað, smíðað og framleitt alla þá vöru viðskiptavinir okkar óska eftir. Hvort sem um er að ræða heilar innréttingar, skápa, borðplötur eða hurðir, bæði úti og inni, þá höfum við tækin og tæknina og búum yfir yfirgripsmikilli reynslu, kunnáttu og þekkingu til að geta smíðað í öll rými, s.s. baðherbergi, eldhús, skrifstofur, svefnherbergi eða önnur rými, hvort sem er fyrir stakt heimili eða heilu blokkirnar, fyrirtækin eða stofnanir. Við leggjum mikla áherslu á gæði vöru okkar og þjónustu og leggjum okkur fram við að vera samkeppnishæfir í verði við aðra sambærilega vöru á markaði, þ.m.t. innflutta samkeppni.

Innihurðir

Kappar hafa mikla reynslu í smíði innihurða og höfum við smíðað hurðir fyrir heimili, skóla, skrifstofur og stofnanir og búum við yfir mikilli afkastagetu á þessu sviði. Kappar eru með öll tilskilin leyfi og vottanir frá frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til smíði eldvarnarhurða.

Glerveggir

Kappar búa yfir mikilli reynslu af smíði og uppsetningu glerveggja og glerveggjakerfa.

KappLAB

Kappar hafa hannað og þróað innréttingar sérstaklega fyrir heilbrigðisstofnanir sem heitir KappLAB. Þessar innréttingar eru sérhannaðar fyrir heilbrigðisstofnanir á Íslandi með notagildi, hreinlæti og hagkvæmni í huga og eru nú þegar komnar upp í nokkrum heilsugæslustöðum og heilbrigðisstofnunum hér á landi. Allar úthliðar, framhliðar, kantar og borðplötur eru gerðar úr slitsterku, rakaþéttu og gerlafráhrindandi efni sem gerir KappLAB einstaklega hentugt fyrir heilbrigðisstofnanir, til að mynda heilsugæslustöðvar, sjúkrahús, vistunarheimili fyrir aldraða, rannsóknarstofur ofl.

Viðhald fasteigna

Kappar ehf. hafa í yfir 10 ár verið stór þjónustuaðili tryggingafélaga, sveitarfélaga, stofnanna, eignarhaldsfélaga og stórfyrirtækja vegna viðhalds- og viðgerðarverkefna á fasteignum og því höfum við góða og farsæla reynslu af þjónustu á þessu sviði. Við bjóðum upp á heildræna lausn á sviði viðhalds- og viðgerðaframkvæmda þar sem viðskiptavinurinn þarf ekki að hafa samband eða vera í samskiptum við aðra iðnaðarmenn þar sem Kappar stýra hverju verki og eru með þá iðnaðarmenn sem til þarf. Hjá Köppum starfa um 60 smiðir, ásamt því að við erum með rafvirkja, málara, múrara, dúkara og pípara á okkar snærum og erum í samstarfi við iðnmeistara í öðrum greinum sem þarf hverju sinni.

VERKEFNI OKKAR

VERKEFNI OKKAR

Við leggjum mikla áherslu á gæði
vöru okkar og þjónustu

Viltu vinna með okkur?

Ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir allar fyrirspurnir.
Við munum vera fús til að hjálpa.