Fyrirtækið

/ FYRIRTÆKIÐ

Um Kappa

Kappar ehf. er íslenskt verktakafyrirtæki sem hefur verið starfandi frá árinu 2009. Aðalbjörn Páll Óskarsson, húsasmiðameistari, stofnaði fyrirtækið í miðri kreppu af mikilli bjartsýni og þrjósku enda lítið annað til staðar þá. Fyrirtækið hefur dafnað vel og vaxið jafnt og þétt í gegn um árin. Nú starfa tæplega 70 manns hjá fyrirtækinu og eru Kappar í dag eitt stærsta verktakafyrirtækið á sínu sviði, þ.e. viðhaldi og viðgerðum fasteigna, og er ásamt því með eitt stærsta og öflugasta innréttingaverkstæði landsins sem sérhæfir sig í sérsmíði.

/ FYRIRTÆKIÐ

Stefna Kappa

Stefna Kappa felst fyrst og fremst í því að veita viðskiptavinum sínum alhliða gæðaþjónustu og stofna til sterkra viðskiptasambanda við sína viðskiptavini. Kappar hafa unnið að því að fá þjónustusamninga við stór fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir og hefur slíkt samstarf gefist mjög vel fyrir alla aðila og erum við sífellt að leitast við að stækka við okkar hóp af ánægðum viðskiptavinum og samstarfsaðilum.

Mannauður/Stjórnendur

Hjá Köppum starfa um 60 húsgagna- og húsasmiðir, sveinar og meistarar. Kappar leggja mikla áherslu á gott samstarf innan fyrirtækisins og leggjum við mikla áherslu á heilindi, virðingu og jákvæðni á vinnustaðnum. 

Helstu stjórnendur:

Aðalbjörn Páll Óskarsson
Forstjóri
Haraldur Hrafn Guðmundsson
Skrifstofustjóri
Unnur Sif Antonsdóttir
Framleiðslustjóri
Vignir Þorsteinsson
Verkefnastjóri
Heimir Orri Magnússon
Verkefnastjóri
Kolbeinn Andri Ólafsson
Verkefnastjóri
Kári ingi Atlason
Verkstjóri
Haraldur Baldursson
Verkstjóri
Kristmundur Ari Sverrisson
Verkstjóri
Freyr Ferdinandsson
Verkstjóri
Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir
Fjármálastjóri
UM OKKUR

Viltu vinna með okkur?

Ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir allar fyrirspurnir.
Við munum vera fús til að hjálpa.