Kappar ehf. er íslenskt verktakafyrirtæki sem hefur verið starfandi frá árinu 2009. Aðalbjörn Páll Óskarsson, húsasmiðameistari, stofnaði fyrirtækið í miðri kreppu af mikilli bjartsýni og þrjósku enda lítið annað til staðar þá. Fyrirtækið hefur dafnað vel og vaxið jafnt og þétt í gegn um árin. Nú starfa tæplega 70 manns hjá fyrirtækinu og eru Kappar í dag eitt stærsta verktakafyrirtækið á sínu sviði, þ.e. viðhaldi og viðgerðum fasteigna, og er ásamt því með eitt stærsta og öflugasta innréttingaverkstæði landsins sem sérhæfir sig í sérsmíði.